Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Fréttir

Umtalsverð fækkun í fjárhagsaðstoð
Þriðjudagur 29. apríl 2025 kl. 08:47

Umtalsverð fækkun í fjárhagsaðstoð

– Færri einstaklingar og börn á framfærslu sveitarfélagsins

Tölulegar upplýsingar sem lagðar voru fram á fundi velferðarráðs 10. apríl sýna að færri einstaklingar þurftu á fjárhagsaðstoð að halda í mars 2025 samanborið við sama mánuð árið áður. Þá hefur dregið lítillega úr greiðslum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

Í mars 2025 fengu 134 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls að upphæð 21,9 milljónir króna, sem jafngildir meðaltalsgreiðslu upp á um 163.573 krónur á hvern einstakling. Á sama tíma í fyrra voru þessir einstaklingar 271 talsins, og þá námu heildargreiðslur 53,9 milljónum króna, eða um 199.000 krónur á hvern einstakling að meðaltali. Börn á framfæri forráðamanna sem fengu aðstoð voru 41 í mars í ár en voru 97 árið áður.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þetta jafngildir rúmlega helmingsfækkun í fjölda einstaklinga og barna sem fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu.

Lítil fækkun í húsnæðisstuðningi

Hvað varðar sérstakan húsnæðisstuðning fengu 264 einstaklingar slíkan stuðning í mars 2025, samtals að upphæð 6,7 milljónir króna. Á sama tíma árið 2024 voru styrkþegar 318 talsins, og þá námu greiðslur 6,85 milljónum króna.

Áfrýjunarnefnd vegna félagsþjónustu hélt einn fund í mars þar sem tólf erindi voru tekin fyrir. Af þeim voru tíu samþykkt, einu frestað og einum synjað.