Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðugt landris í Svartsengi heldur áfram
Þess verður væntanlega ekki langt að bíða þar til nýtt eldgos hefst á Reykjanesi.
Fimmtudagur 19. desember 2024 kl. 14:51

Stöðugt landris í Svartsengi heldur áfram

Mæligögn sýna að hraunbreiðan sem myndaðist í síðasta eldgosi var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Kvikusöfnun undir Svartsengi er stöðug og útlit fyrir að kvikuhlaup muni eiga sér stað innan fárra vikna en í gær, þann 18. desember, var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í þessari atburðarrás á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Frá því hafa orðið alls sjö eldgos sem stóðu yfir í alls 114 daga og um 216 milljón m3 af hraunbreiðum myndast.

Veðurstofa Íslands birti fyrr í dag uppfærða frétt um stöðuna á eldstöðvunum við Sundhnúksgígaröðina og nágrenni.

Heildarflatarmál nýjustu hraunbreiðunnar 9 km2 og rúmmál um 49 milljón m3
Áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi
Líkur á kvikuhlaupi fara að aukast eftir nokkrar vikur ef kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða
Hættumat uppfært , gildir til 2. janúar 2025 að öllu óbreyttu
Hætta metin töluverð á Sundhnúksgígaröðinni
 

Myndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunar sem myndaðist í síðasta gosi (20. nóvember - 9 . desember). Kortið er byggt á gögnum úr flugi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands þann 13. desember. Guli liturinn sýnir nýjustu hraunbreiðuna en fjólublái svæði sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.

Fréttina í heild sinni er að finna á vef Veðurstofu Íslands.