Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt hljóðmælingakerfi á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 18. desember 2024 kl. 16:14

Nýtt hljóðmælingakerfi á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi á vef flugvallarins. Kerfið er frá hollenska fyrirtækinu Casper og er búið nýjustu tækni á þessu sviði.  

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia segir að nýja kerfið opni möguleika á að halda betur utan um hljóðvistarkvartanir, tengja kvartanir við ákveðna flughreyfingar og fá enn betri sýn yfir hljóðvist í nágrenni Keflavíkurflugvallar. „Til að senda inn hljóðvistarkvörtun er ýtt á umslagið ofarlega í vinstra horni síðunnar – þ.e. merkið í rauða hringnum á myndinni hér að neðan.

Keflavíkurflugvöllur hefur í um átta ár lagt mikla áherslu á að veita fólki sem býr í nágrenni við völlinn möguleikann á að senda inn athugasemdir þegar það upplifir ónæði frá flugi. Þannig getum við brugðist enn betur við og þróað flugferla þannig að hljóð frá flugvélum trufli síður nágranna okkar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Kerfið sem við eru nú búin að taka í gagnið gerir okkur mögulegt að nýta áfram búnað fyrri kerfa,“ segir Sigríður Birna Björnsdóttir, sérfræðingur í umhverfisdeild, en hún hefur haldið utan um innleiðingu nýs kerfis.

„Áfram verður hægt að nota hljóðmælingakerfið til að fá upplýsingar um flug, hljóðmælingar í byggðinni í kringum Keflavíkurflugvöll og hljóðstyrk frá flugumferð og senda inn ábendinga. Nýja kerfið gerir okkur kleift að halda betur utan um ábendingar, rekja flugumferð um völlinn og koma upplýsingum til almennings,” segir Hrönn.