Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Geðræktarmiðstöð Suðurnesja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar
F.v. Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Krónunni, Emelía Nótt Önundardóttir, ráðgjafi hjá Björginni, og Jón Þór Kristinsson, verslunarstjóri Krónunnar á Fitjum.
Þriðjudagur 17. desember 2024 kl. 06:35

Geðræktarmiðstöð Suðurnesja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja í Reykjanesbæ, fyrir verkefnið Bjargráð, sem snýst um að ræða við notendur, fá fræðslu og meta hver þau bjargráð eru sem talið er að geti nýst notendahópi miðstöðvarinnar sem best.

Björgin er tvískipt úrræði, bæði athvarf og endurhæfing fyrir einstaklinga með hvers konar geðheilsuvanda. Björgin stefnir á að nýta Bjargráð sem fræðslutól í formi fyrirlestra og bæklinga og bóka sem geta nýst notendum. Er markmiðið að gera bjargráðin skýr og aðgengileg og virkja notendur til að nýta sér þau bjargráð sem henta þeim best að hverju sinni.

Samfélagsstyrkir Krónunnar 2024

Krónan valdi nýlega þrettán verkefni víða um land sem hljóta samfélagsstyrk Krónunnar í ár en á hverju hausti eru valin verkefni úr fjölda umsókna, sem hljóta styrkinn. Langflest þeirra eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins en eiga það öll sameiginlegt að stuðla að jákvæðum áhrifum á uppbyggingu í nærsamfélögunum á þeim þéttbýlisstöðum þar sem Krónan er til staðar. Verkefnin eiga það einnig sameiginlegt að ýta undir umhverfisvitund eða aukna lýðheilsu í formi áherslu á hollustu og/eða hreyfingu þar sem sjónum er einkum beint að ungu kynslóðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024