Palóma
Palóma

Fréttir

Ræða við HS Veitur um samruna
Þriðjudagur 17. desember 2024 kl. 06:21

Ræða við HS Veitur um samruna

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við HS Veitur ehf. um mögulegan samruna Vatnsveitu Suðurnesjabæjar við HS Veitur ehf.

Minnisblað frá bæjarstjóra um Vatnsveitu Suðurnesjabæjar og eignarhald var tekið fyrir á fundinum. Vatnsveita í Garði er í eigu HS Veitna en vatnsveitan í Sandgerði er í eigu sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024