Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eva Margrét tvöfaldur danskur meistari
Evar Margrét Falsdóttir á verðlaunapalli á danska meistaramótinu í 25 metra laug. Mynd af Facebook-síðu sundráðs ÍRB
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 18. desember 2024 kl. 10:24

Eva Margrét tvöfaldur danskur meistari

Eva Margrét Falsdóttir, sundkona úr ÍRB, bar sigur úr býtum í 400 metra fjórsundi á danska meistarmótinu í 25 metra laug um síðustu helgi.

Eva Margrét synti á afar góðum tíma og var sekúndu á undan næstu manneskju. Þetta var hennar annar besti tími frá upphafi, aðeins 3/10 frá hennar besta tíma sem hún synti á Norðurlandamótinu í byrjun desember. Eva Margrét varð jafnframt unglingameistari í greininni eftir undanrásirnar.

Á síðasta keppnisdegi mótsins keppti Eva í 100 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi, hún var alveg við sína tíma og keppti í B-úrslitum í fjórsundinu og endaði í fjórtánda sæti. Eva keppti ekki í úrslitum í 50 metra bringusundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024