Valhöll
Valhöll

Fréttir

Þarf að fækka valkostum á þingi
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2024 kl. 14:00

Þarf að fækka valkostum á þingi

„Ég finn fyrir miklum létti, nú getum við einbeitt okkur af Sjálfstæðisstefnunni og fólkið í landinu ákveður hvort það vilji áframhaldandi verðmætasköpun og hafa hemil á landamærunum, eða fara aðrar leiðir,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi. Kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Hótel Selfossi á sunnudaginn og þá kemur í ljós hvernig listinn í suðurkjördæmi verður.

Vilhjálmur sagði að þessi ákvörðun forsætisráðherra hefði verið yfirvofandi eftir landsfund Vinstri grænna.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Þegar samstarfsflokkurinn gefur út að hann ætli ekki að standa við þann samning sem var gerður í vor, var þessu samstarfi sjálfhætt. Ég finn fyrir miklum létti ef ég á að segja alveg eins og er. Sjálfstæðisfólk út um allt land hefur ekki verið ánægt með okkur að undanförnu og eðlilega kannski þar sem við höfum farið í of miklar málamiðlanir. Við gerðum það til að halda hér stjórnarfari en fyrst að okkar tilslakanir dugðu ekki til og farið var á bak orða, var best fyrir okkur að stokka upp spilin og leggja þau í hendur kjósenda.“

Óttast ekki kosningar framundan

„Ég óttast ekki kosningarnar sem eru framundan, ég veit að það Sjálfstæðisfólk sem studdi okkur ekki í síðustu skoðanakönnunum mun koma tvíeflt til baka. Nú flöggum við bara Sjálfstæðisstefnunni og bjóðum landsmönnum að halda áfram þeirri verðmætasköpun sem við höfum verið á góðri leið með að undanförnu, lækkum vexti, förum yfir í græna orkunýtingu og síðast en ekki síst, komum böndum á landamærin.

Ég mun að sjálfsögðu gefa kost á mér til áframhaldandi þingsetu, við Sjálfstæðisfólk munum hittast á Hótel Selfossi á sunnudaginn og þar verður kosið um sæti á listann, ég mun sækjast eftir öðru sæti. Ég hlakka til komandi baráttu,“ sagði Vilhjálmur.