SSS
SSS

Íþróttir

Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur valdir í landsliðshóp í hópfimleikum
Emma Jónsdóttir, Leonard Ben Evertsson, Máni Bergmann Samúelsson, Heiðar Geir Hallsson og Katrín Hólm Gísladóttir.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
miðvikudaginn 18. maí 2022 kl. 14:28

Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur valdir í landsliðshóp í hópfimleikum

Fimleikasamband Íslands tilkynnti á dögunum þá 81 iðkanda í hópfimleikum sem skipa landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022. Fimm iðkendur frá fimleikadeild Keflavíkur voru valdir í landsliðshópana fyrir mótið en það verður haldið verður í september. Þeir Heiðar Geir Hallsson, Leonard Ben Evertsson og Máni Bergmann Samúelsson voru valdir í landsliðshóp drengja og Katrín Hólm Gísladóttir í landsliðshóp stúlkna. Emma Jónsdóttir var síðan valin í blandað landslið unglinga. Öll æfa þau hópfimleika með blönduðu liði Keflavíkur en þetta er í fyrsta skipti í sögu fimleikadeildar Keflavíkur sem strákar frá deildinni eru valdir í landsliðshóp. Góður árangur meðal iðkenda fimleikadeildarinnar á keppnisárinu leynir sér ekki en þá var Margrét Júlía Jóhannsdóttir einnig valin í úrvalshóp stúlkna í áhaldafimleikum í byrjun maí.

Erika Dorielle Sigurðardóttir, yfirþjálfari hópfimleika í Keflavík, segist vera einstaklega stolt af hópnum og að það verði spennandi að sjá þau takast á við verkefnið.

SSS
SSS