Karlakór Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur

Íþróttir

Gylfi Tryggvason þjálfar sameinað kvennalið Grindavíkur/Njarðvíkur
Frá ráðningu Gylfa í gær.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 7. október 2024 kl. 09:15

Gylfi Tryggvason þjálfar sameinað kvennalið Grindavíkur/Njarðvíkur

Knattspyrnudeildir Grindavíkur og Njarðvíkur kynntu Gylfa Tryggvason í gær sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna hjá sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur.

Á Facebook-síðum deildanna segir að bundnar séu miklar væntingar við ráðningu Gylfa fyrir uppgang kvennaknattspyrnunnar á Suðurnesjum. Þar segir jafnframt:

„Samningurinn gildir út tímabilið 2027 og er þessi ráðning gríðarlega spennandi fyrir framtíð kvennaknattspyrnunnar á Suðurnesjum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Gylfi kemur til liðsins frá HK, þar sem hann starfaði sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfaði einnig yngri flokka.

Reynsla hans nær víðar, en hann hefur áður þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ, og er með bæði UEFA B þjálfaragráðu og UEFA youth gráðu.

Gylfi hefur mikla ástríðu fyrir knattspyrnu, sem endurspeglaðist í hlaðvarpi hans sem fjallaði um neðri deildir karla á Íslandi (2. deild og niður úr).

Hlaðvarpið naut mikilla vinsælda og gekk í nokkur ár áður en það hætti á síðasta ári.
Knattspyrnudeildir Grindavíkur og Njarðvíkur binda miklar vonir við þetta samstarf.
Gylfi mun gegna lykilhlutverki í því að leiða kvennaknattspyrnu á Suðurnesjum inn í nýjan kafla með markmiðið að efla liðið og koma því á hærri stall.“