Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nauðlending gegn „kvennalandsliðinu“
Sveindís Jane lagði upp mark Keflavíkur sem Valskonur sáu svo um að skora. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 10:24

Nauðlending gegn „kvennalandsliðinu“

Eftir frábæran fyrri hálfleik nauðlentu Keflvíkingar í þeim síðari þegar Valur kom í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík í gærkvöldi í Pepsi Max-deild kvenna. Lokastaðan var 1-5 fyrir Valskonur.

Keflavíkurkonur áttu flottan fyrri hálfleik og voru yfir í leikhléi með eitt mark gegn engu. Það voru reyndar Valskonur sem skoruðu sjálfsmark eftir flottan undirbúning Sveindísar Jane Jónsdóttur sem var fagnað af liðsfélögum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðari hálfleikur var alls ekki Keflvíkinga því þá röðuðu Valskonur inn mörkum. Fimm mörk urðu staðreynd frá „kvennalandsliðinu“ en byrjunarlið Vals var skipað tíu leikmönnum sem hafa leikið A-landsleik í knattspyrnu.

Þrátt fyrir mótlætið í síðari hálfleik var barátta í Keflavíkurliðinu sem gafst ekki upp þó á móti blési.

Meðfylgjandi myndasyrpu tók ljósmyndari Víkurfrétta í leiknum.

Keflavík - Valur (1-5) // Pepsi Max-deild kvenna 2019