Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rétt hjá Þorsteini að vilja ekki Guðjón
Guðjón var látinn taka poka sinn eftir fall í 1. deild
Miðvikudagur 20. febrúar 2013 kl. 09:15

Rétt hjá Þorsteini að vilja ekki Guðjón

Formaður UMFG viðurkennir mistök varðandi ráðningu

Aðalfundur knattspyrnudeild Grindavíkur fór fram í síðustu viku. Jónas Karl Þórhallsson Formaður Knattspyrnudeildar UMFG lagði fram skýrslu stjórnar en þar var farið yfir rekstrarárið 2012.

Eins og margir vita var tekin var ákvörðun um að ráða Guðjón Þórðarson til starfa fyrir síðasta tímabil. Ekki var einhugur í stjórn um ráðninguna, Þorsteinn Gunnarsson var því mótfallinn ákvörðun og ákvað að hætta sem formaður deildarinnar í kjölfarið. Jónas segir í skýrslunni að eftir á að hyggja hafi það rétt ákvörðun hjá Þorsteini að vilja ekki ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara meistaraflokks karla. „Þegar litið er til baka þá hringdu aðvörunarbjöllur í bæði skiptin við ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla, Sigurði Jónssyni 2006 og Guðjóni Þórðarsyni 2012,“ en bæði árin féll liðið úr efstu deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öll samskipti milli Guðjóns og stjórnar voru góð samkvæmt skýrslunni, en það fylgdi honum ekki sama ástríða og menn höfðu vonast eftir. Eftir fall í 1. deild var tekin ákvörðun í byrjun október 2012 að segja upp launalið í samningi milli Guðjóns og knattspyrnudeildarinnar. Samningaviðræður tókust ekki og því var samstarfinu lokið 31. desember 2012. Knattspyrnudeild þakkar Guðjóni engu að síður fyrir samstarfið.

Samkvæmt ársreikingi varð tap á rekstri deildarinnar á árinu 2012 kr. 3.913.158.-
Knattspyrnudeildin var með yfirdrátt í Landsbankanum uppá kr. 15.000.000 allt rekstrarárið og náði ekki að lækka yfirdráttinn eins og áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Eftir fall í 1. deild ákvað stjórn deildarinnar að breyta launagreiðslum leikmanna meistarflokks karla og lækka mánaðarlaun um 25% og greiða laun í 9 mánuði. Bætt var við nýjum stigabónus sem hvata til að ná árangri. Bónusinn fyrir 2013 verður aðeins greiddur ef Grindavík tryggir sér þátttökurétt í Pepsídeild að nýju.