Íþróttir

Samúel Kári frá Grikklandi í Garðabæinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. október 2024 kl. 10:46

Samúel Kári frá Grikklandi í Garðabæinn

Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson úr Keflavík er á heimleið eftir rúman áratug í atvinnumennsku í útlöndum. Hann hefur samið við Stjörnuna í Garðbæ og mun leika með liðinu í Bestu deildinni næstu fjögur árin.

Samúel fór utan ungur að árum til Reading í Englandi en fór þaðan lá leið hans eftir nokkur ár til Valerenga og Viking í Noregi. Hann lék með þýska liðinu Paderborn í efstu deild en síðustu tvö árin hefur hann verið hjá gríska liðinu Atromitos í efstu deild í Grikklandi.

Samúel Kári hefur leikið átta landsleiki og var í HM hópi Íslands árið 2018.

Bílakjarninn
Bílakjarninn