Kynningarfundur K-S-R
Kynningarfundur K-S-R

Íþróttir

Sveindís Jane bikarmeistari – Tvöfaldur meistari í Þýskalandi
Miðvikudagur 1. júní 2022 kl. 08:58

Sveindís Jane bikarmeistari – Tvöfaldur meistari í Þýskalandi

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir varð þýskur bikarmeistari með liði sínu, Wolfsburg, um helgina en áður hafði liðið tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn.

Úrslitaleikur þýska bikarsins fór fram á laugardag og var á milli Wolfsburg og Potsdam. Sveindísi var skipt inn á þegar 72 mínútur voru liðnar af bikarslagnum og lék síðustu tuttugu mínúturnar af leiknum sem lyktaði með 4:0 sigri Wolfsburg.

Það má segja að Sveindís Jane hafi farið hamförum á tímabilinu en innkoma hennar í þýsku úrvalsdeildina var mjög sterk, ekki aðeins náði Wolfsburg að vinna tvo ofangreinda titla heldur komust Sveindís og félagar í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þær voru slegnar út af stórliðinu Barcelona.

SSS
SSS
Í júlí mun Sveindís Jane leika með íslenska landsliðinu á EM og er tilhlökkun að sjá hvað þessi magnaði Keflvíkingur á eftir að áorka þar en hún er lykilleikmaður íslenska landsliðsins. Mynd: Fótbolti.net