Flugger
Flugger

Mannlíf

Bátaflotinn í risi Bryggjuhússins
Séð yfir hluta af bátaflotanum á sýningunni. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 28. júní 2024 kl. 08:39

Bátaflotinn í risi Bryggjuhússins

Sýning á bátaflota Gríms Karlssonar hefur verið sett upp í risi Bryggjuhúss Duus safnahúsa. Hefur úrvali báta verið komið fyrir á skemmtilegan hátt í risinu.

Orðrómur var um það að bátum úr safninu hafi verið fargað. Það er af og frá og þeir bátar sem ekki eru til sýnis í bryggjuhúsinu eru varðveittir í safngeymslum Byggðasafns Reykjanesbæjar eða í láni hjá öðrum söfnum. Nær allir bátarnir af upprunalegu sýningunni eru á núverandi sýningu í risi bryggjuhússins. Innan við tuttugu báta vantar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra. Skipslíkön Gríms eru í söfnum bæði á Íslandi og í Noregi. Fyrir þetta þrekvirki hlaut hann fálkaorðuna 2009, einnig fékk hann afhenta Sjómannadagsorðuna 2002, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2009 og þakkarskjöld frá sjómanna- og stýrimannafélaginu Verðanda.