Max 1
Max 1

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Pulsuelskandi
Laugardagur 19. október 2024 kl. 07:50

Ungmenni vikunnar: Pulsuelskandi

Alltaf gaman í Sandgerðisskóla

Ungmenni vikunnar.

Nafn: Ragnheiður Rós Pétursdóttir

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Aldur: 15 ára

Bekkur og skóli: 10. bekkur Sandgerðisskóla

Áhugamál: Hekla og sauma

Ragnheiður Rós Pétursdóttir er nemandi í tíunda bekk Sandgerðisskóla sem ætlar sér að verða hjúkrunarfræðingur. Hún leggur stund á heilsurækt og tónlistarnám og elskar íslenskar pulsur. Ragnheiður er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Enska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Oddný Lilja, verður pottþétt fræg fótboltastjarna.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Dettur ekkert í hug! Alltaf gaman í Sandgerðisskóla.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sindri Lars.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ain’t No Mountain High Enough.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grillmatur.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Guardians of the Galaxy.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Kodda til að sofa á, síma svo mér leiðist ekki og íslenskar pylsur því ég elska pulsur.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er góð og samviskusöm.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta lesið hugsanir.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor og traust.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Að fara í framhaldsskóla, helst í heimavist og að verða hjúkrunarfæðingur.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Unglingaþrek og æfi á klarinett.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Frábær!