Uppskeruhátíð Háaleitisskóla og Þykjó
Börnin að borðinu eftir hönnunarteymið Þykjó var verðlaunahafi í flokknum Verk á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024 fyrir frumlegt og áhugavert dæmi um hvernig hægt sé að miðla hugmyndum barna og ungmenna að alvöru og virðingu með að leiðarljósi að gefa þeim rödd og virkja til áhrifa.
Verkefnið var unnið í samvinnu við nemendur í Háaleitisskóla, Kadeco og Reykjanesbæ. Þetta var hluti af virku samráði um nýtt rammaskipulag fyrir Ásbrú.
Nemendur og starfsfólk skólans mættu á sal skólans 16. desember til að taka þátt í uppskeruhátíð fyrir verkefnið Börnin að borðinu. Fulltrúar frá hönnunarteyminu Þykjó mættu og stýrðu dagskránni. Byrjað var á stuttri kynningu um verkefnið og verðlaunaafhendinguna. Að því loknu tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri á móti skýrslu sem unnin var upp úr verkefninu. Hún kom með þær gleðifréttir að fyrsta hugmyndinn úr skýrslunni væri komin af stað. Það er aparóla sem stefnt er að taka í notkun í lok janúar.
Því næst komu fulltrúar skólans og nemendaráðsins og tóku á móti viðurkenningaskjölum frá Hönnunarmiðstöð Íslands. Nemendur höfðu útbúið kórónur sem þau settu upp og sungu nokkur jólalög. Að því loknu fóru nemendur í bekkjarstofur sína og gæddu sér á bollakökum sem þau renndu niður með ávaxtasafa.