Mannlíf

Verðlaun í Ljósberanum veitt í ráðhúsi Reykjanesbæjar
Laugardagur 21. september 2024 kl. 06:12

Verðlaun í Ljósberanum veitt í ráðhúsi Reykjanesbæjar

Úrslit í ljóðasamkeppninni Ljósberinn, sem hefur verið haldin síðan árið 2019, voru kunngerð í hófi sem haldið var í ráðhúsi Reykjanesbæjar á föstudaginn á Ljósanóttinni en Ljósberinn er hugarfóstur Guðmundar Magnússonar, skálds. Við sama tækifæri kom kvennakórinn Grindavíkurdætur fram og flutti nokkur vel valin lög.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það var fyrsti sigurvegari keppninnar, Gunnhildur Þórðardóttir, sem stýrði herlegheitunum en sigurvegari var Ægir Þór Jähnke, ljóð hans var Hún sem sópar hafinu. Tvö önnur ljóð fengu viðurkenningu; Bærinn sem Eyrún Ósk Jónsdóttir orti og ljóðið Skógur eftir Ragnheiði Hörpu.

Í dómnefnd sátu skáldin Anton Helgi Jónsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Guðmundur Magnússon, Garðar Baldvinsson og þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir.

Það voru HS veitur, Penninn, KFC, Kind útgáfa og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sem styrktu viðburðinn.