Samkaup
Samkaup

Fréttir

„Lán að það gerist núna í norðaustri en ekki suðvestri“
Ljósmynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Mánudagur 5. apríl 2021 kl. 14:42

„Lán að það gerist núna í norðaustri en ekki suðvestri“

„Jarðeldurinn samur við sig,“ skrifar Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og alþingismaður í færslu á fésbókinni.

„Óhætt að segja að eldstöðvar séu ólíkindatól. Þó koma nýju eldstöðvarnar ekki mjög á óvart. Ávallt hefur verið minnst á að kvika nái ef til vill upp úr ganginum (8 km langur) annars staðar en í Geldingadölum. Lán að það gerist núna í norðaustri en ekki suðvestri. Líklegast er að kvikan sé alveg sömu ættar og hin. Gossprungan er mun lengri en sú „gamla“ sem virðist lítið daprast við uppflæðið þarna skammt frá. Sem betur fer var enginn nálægt við upphaf gossins (tveir hjólreiðarmenn nýfarnir um svæðið) og eðlilega er svæðið á hættustigi í bili enda þótt sprungugosið sé hvorki kaftmikið né framleiðið,“ segir í færslu Ara Trausta.

Ný gossprunga í Fagradalsfjalli 5. apríl 2021 // Ljósm.: Almannavarnir