Kaupfélagið vill byggja 50 íbúðir
JeES arkitektar hafa fyrir hönd KSK eigna lagt fram tillögu að fjölbýlishúsi á reitinn Iðavellir 14b og Vatnsholt 2, þar sem Samkaup hf. reka í dag Nettó-verslun. Um er að ræða 50 íbúðir af breytilegum stærðum auk minna verslunarrýmis á jarðhæð.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkir ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir reitinn í samráði við skipulagsfulltrúa.
Kaupfélag Suðurnesja hóf ekki fyrir löngu síðan byggingu húsnæðis við Aðaltorg í Reykjanesbæ en hún mun koma í stað Nettóbúðarinnar við Iðavelli.