TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Skjálftahrina austur af Trölladyngju
Upptök skjálftanna. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Fimmtudagur 3. apríl 2025 kl. 18:50

Skjálftahrina austur af Trölladyngju

Um hálf sex í kvöld hófst skjálftahrina austur af Trölladyngju, tæplega 50 skjálftar hafa nú þegar mælst. Meðaldýpi skjálftanna er á um 4-6 km dýpi. Fyrsta mat á stærð stærsta skjálftans er 3,6 en nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Hafa skjálftarnir fundist í byggð. Líklegast er um gikkskjálftavirkni að ræða, svipað þeirri virkni sem hefur verið við Reykjanestá og Eldey síðustu sólarhringa.
Hins vegar hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á kvikuganginum og nánast engin virkni við Reykjanestá og Eldey síðustu 3 klukkustundir.
VF Krossmói
VF Krossmói