TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Getum við átt von á eldgosi í Kleifarvatni og öðru í Eldey?
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, veltir vöngum yfir mögulegum eldgosum við Kleifarvatn og Eldey.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 3. apríl 2025 kl. 18:45

Getum við átt von á eldgosi í Kleifarvatni og öðru í Eldey?

- Sterkir skjálftar norður af Krýsuvík

Þrír öflugir jarðskjálftar hafa orðið norður af Krýsuvík nú undir kvöld. Sá öflugasti var af stærðinni 3,4 og varð 5,8 km norður af Krýsuvík kl. 18:03. Annar upp á 3,1 fylgdi í kjölfarið. Þriðju skjálftinn, sem mældist einnig yfir 3 af stærð varð kl. 17:38. Þá varð skjálfti fyrr í dag upp á 3 norð-norðvestur af Keili. Þá eru fjölmargir skjálftar stærri en 2 á svæðinu.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, vekur athygli á jarðskjálftunum í færslu á fésbókinni nú undir kvöld.

VF Krossmói
VF Krossmói

„Enn skelfur Reykjanesskaginn og nú hleypur einn armur skjálftasveimsins í norðaustur frá Stóra Skógfelli í áttina að Kúagerði, en þar tekur hann skarpa hægri beygju í áttina að Kleifarvatni,“ segir Þorvaldur í færslunni og bendir einnig á annar arm sem hleypur frá Þorbirni og í gegnum Reykjanestá og í áttina að Eldey. Á milli þessara arma er svo lega Sundhnúksreinarinnar.

„Þýðir þetta að við getum við átt von á eldgosi í Kleifarvatni og öðru í Eldey?,“ spyr Þorvaldur Þórðarson á síðunni sinni.