Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Gagnrýnir drög að stefnu um starfsmannaíbúðir
Föstudagur 4. apríl 2025 kl. 06:20

Gagnrýnir drög að stefnu um starfsmannaíbúðir

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar hefur sent frá sér neikvæða umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem unnin er í samstarfi Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Ráðið telur stefnuna í núverandi mynd of íþyngjandi og varar við neikvæðum áhrifum á atvinnuuppbyggingu í bænum.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar 23. janúar sl. kynnti Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi helstu þætti stefnunnar. Þar kom fram að megináhersla væri lögð á varanlegt húsnæði, en minna tillit tekið til svokallaðra verkefnatengdra starfsmannaíbúða sem ætlaðar eru til tímabundinnar notkunar og fjarlægðar að notkun lokinni.

Í umsögn atvinnu- og hafnarráðs segir að takmarkanir á slíkri tímabundinni aðstöðu geti hamlað mikilvægu atvinnustarfi á komandi árum. „Verði svigrúm til uppsetningar á slíkri aðstöðu takmarkað um of innan sveitarfélagsins getur það hamlað atvinnuuppbyggingu á komandi árum,“ segir í bókun ráðsins.

VF Krossmói
VF Krossmói

Ráðið hvetur því til endurskoðunar á drögunum með það að markmiði að tryggja sveigjanleika sem nauðsynlegur sé fyrir þróun atvinnulífsins á svæðinu.