TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Suðurnesja-Sýra loks fáanleg í Reykjanesbæ
Föstudagur 4. apríl 2025 kl. 12:25

Suðurnesja-Sýra loks fáanleg í Reykjanesbæ

Suðurnesjamennirnir Fannar Óli Ólafsson, Kristjón Hjaltested og Sigfús Jóhann Árnason eiga og reka fyrirtækið Sýra ehf. sem framleiðir úrvals kimchi og selja í verslunum Hagkaups og veitingahúsum á borð við Yuzu, Brons, Wok to Walk o.fl.

Nú er varan loks fáanleg í Reykjanesbæ í Krónunni, Fitjum, og verða strákarnir með vörukynningu þar á sunnudaginn 6. apríl þar sem Sýra Kimchi verður fáanlegt á sérstöku kynningartilboði.

Kimchi er að þeirra sögn matvara sem er skemmtileg viðbót við alla rétti og góð í munn og maga. „Kimchi fær­ir máltíðina á annað plan og hægt að borða með núðlum, taco, vefj­um, ham­borg­ara, fisk og kjöti. Við áttum líka geggjaða Kimchi pítsu "Kimchissimo" sem var pítsa mánaðarins á Flatey í febrúar. Kimchið okk­ar er nátt­úru­lega súrsað í tvær vik­ur en við það þró­ast bragðið og mat­var­an auðgast af góðgerl­um sem styðja við skil­virka melt­ingu og öfl­ugt ónæmis­kerfi,“

VF Krossmói
VF Krossmói