Sunnudagur 6. apríl 2025 kl. 06:10
Fagna samkomulagi
Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með það samkomulag sem staðfest hefur verið milli ríkisins og sveitarfélaga um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Samþykkt var samhljóða á fundi ráðsins í síðustu viku að fela Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra að láta vinna viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við minnisblað frá frá velferðarsviði um þjónustu við börn með fjölþættan vanda.