Landris og jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga.
Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Fjórir stærstu skjálftarnir voru um M3 að stærð, staðsettir NV við Kleifarvatn og á Reykjanestá.
GPS-mælingar sýna nokkuð greinileg merki um að landris sé hafið undir Svartsengi. Að svo stöddu er erfitt að meta hraða kvikusöfnunar og mögulega þarf að bíða í nokkra daga til að meta frekari þróun kvikusöfnunar undir Svartsengi.
Kortið sýnir yfirfarna jarðskjálfta frá því að eldgosið hófst 1. apríl til dagsins í dag (kl. 11). Súluritin sýna fjölda skjálfta á dag og klukkustund sem sjálfvirka jarðskjálftakerfið hefur staðsett frá 1. apríl.