TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Allt að helmingur bílastæða  verði nýttur til hleðslu rafbíla
Mánudagur 7. apríl 2025 kl. 06:00

Allt að helmingur bílastæða verði nýttur til hleðslu rafbíla

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild til að landnotkun lóðar við Fitjabraut í Njarðvík miðist við að allt að helmingur bílastæða á umræddum reit verði nýttur til hleðslu rafbíla og að fyrirkomulag verði sem best aðlagað að þeirri notkun.

Um er að ræða lóð mitt á milli ÓB-stöðvarinnar og verslunarhúss þar sem Krónan og BYKO verða til húsa.

Í gögnum ráðsins segir að skoðaðar hafa verið mögulegar staðsetningar fyrir hleðslugarð fyrir rafbíla með tilliti til þess deiliskipulags sem nú er í gildi. Bílastæði er á reit „M4 (miðsvæði) norður Fitjar“ og í deiliskipulagi er gert ráð fyrir hleðslustöðvum. Óskað er eftir heimild til þess að semja um/bjóða út rekstur hleðslustöðva á því svæði.

VF Krossmói
VF Krossmói