Vilja íbúðarhúsnæði fyrir 60 ára og eldri
Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu frá fulltrúum D, O og S-lista um að fela sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs að láta hefja vinnu við að skipuleggja lóðir fyrir íbúðarhúsnæði fyrir 60 ára og eldri í Suðurnesjabæ.
Jafnframt samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við félög sem vinna að því verkefni að byggja upp og reka slíkar íbúðir, um mögulegt samstarf við Suðurnesjabæ um verkefnið.
Tillagan samþykkt samhljóða.