TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Breytt deiliskipulag fyrir Grænuborg í Vogum samþykkt samhljóða
Sunnudagur 6. apríl 2025 kl. 06:00

Breytt deiliskipulag fyrir Grænuborg í Vogum samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi fyrir íbúðasvæðið Grænuborg í Staðarborg. Breytingin var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 20. mars og samþykkt samhljóða af bæjarstjórn með sjö atkvæðum.

Grænabyggð ehf. óskaði eftir breytingum á lóðum við Staðarborg 1–25 (oddatölur) og 2–12 (sléttar tölur). Í breytingunni felst að lóðum ofan Staðarborgar verði fækkað úr tólf í níu og að innan hvers byggingarreits verði heimilt að byggja sex íbúða fjölbýlishús í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa. Byggingarnar verða áfram á tveimur hæðum.

Á svæðinu við Staðarborg 13–25 verður hins vegar heimilað að byggja tvö fimm íbúða raðhús og tvö sex íbúða raðhús, öll á einni hæð, í stað tveggja hæða húsa eins og áður var gert ráð fyrir. Númeraröð lóða mun taka breytingum í samræmi við uppfært skipulag.

VF Krossmói
VF Krossmói

Þrátt fyrir þessar breytingar helst heildarfjöldi íbúða á svæðinu óbreyttur, eða 76 íbúðir alls.

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga taldi um óverulega breytingu að ræða.