Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Grindavík jafnaði einvígið við Val
Jeremy Pargo var stigahæstur hjá Grindavík með 24 stig.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 6. apríl 2025 kl. 21:41

Grindavík jafnaði einvígið við Val

Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla en Valur vann fyrsta leikinn. Grindavík leiddi allan leikinn og virtist stefna í öruggan sigur en Valsmenn voru ekki langt frá því að jafna í lokin, lokatölur 80-76.

Grindavík leiddi í hálfleik, 43-36 og átti frábæran þriðja leikhluta, sem vannst 24-17 og virtist öruggur sigur vera í uppsiglingu en Valsmenn náðu að minnka muninn í sex stig, 79-73, þegar enn var 1:18 eftir af leiknum. Það er heil eilífð í körfuknattleik. Grindavík var fyrirmunað að skora á þessum tímapunkti og Valsmenn skoruðu og brotið, einungis 3 stiga munur. Grindavík skoraði ekki en Valsmenn klúðruðu sendingu fram völlinn og Deandre Kane fór á vítalíununa og setti bara annað vítið niður en það kom ekki að sök, Grindavík slapp með skrekkinn og vann, 80-76.

Sem fyrr voru félagarnir Deandre Kane og Jeremy Pargo atkvæðamestir hjá Grindavík, Pargo var með 24 stig og Kane með 21.

VF Krossmói
VF Krossmói

Staðan því 1-1 í einvíginu og liðin mætast næst að Hlíðarenda.

Grindavík-Valur 80-76 (23-18, 20-18, 24-17, 13-23)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=6023114
Grindavík: Jeremy Raymon Pargo 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lagio Grantsaan 9, Arnór Tristan Helgason 8, Bragi Guðmundsson 7, Daniel Mortensen 6/14 fráköst, Valur Orri Valsson 3, Ólafur Ólafsson 2/5 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 20/7 fráköst, Joshua Jefferson 14/5 fráköst, Kristinn Pálsson 12/9 fráköst, Frank Aron Booker 8, Kristófer Acox 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6/7 fráköst, Ástþór Atli Svalason 5, Adam Ramstedt 4/6 fráköst, Oliver Thor Collington 0, Björn Kristjánsson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Símon Tómasson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson
Áhorfendur: 1150