Grindavík jafnaði einvígið við Val
Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla en Valur vann fyrsta leikinn. Grindavík leiddi allan leikinn og virtist stefna í öruggan sigur en Valsmenn voru ekki langt frá því að jafna í lokin, lokatölur 80-76.
Grindavík leiddi í hálfleik, 43-36 og átti frábæran þriðja leikhluta, sem vannst 24-17 og virtist öruggur sigur vera í uppsiglingu en Valsmenn náðu að minnka muninn í sex stig, 79-73, þegar enn var 1:18 eftir af leiknum. Það er heil eilífð í körfuknattleik. Grindavík var fyrirmunað að skora á þessum tímapunkti og Valsmenn skoruðu og brotið, einungis 3 stiga munur. Grindavík skoraði ekki en Valsmenn klúðruðu sendingu fram völlinn og Deandre Kane fór á vítalíununa og setti bara annað vítið niður en það kom ekki að sök, Grindavík slapp með skrekkinn og vann, 80-76.
Sem fyrr voru félagarnir Deandre Kane og Jeremy Pargo atkvæðamestir hjá Grindavík, Pargo var með 24 stig og Kane með 21.
Staðan því 1-1 í einvíginu og liðin mætast næst að Hlíðarenda.
Grindavík-Valur 80-76 (23-18, 20-18, 24-17, 13-23)
http://kki.is/widgets_game.asp
Grindavík: Jeremy Raymon Pargo 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 21/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lagio Grantsaan 9, Arnór Tristan Helgason 8, Bragi Guðmundsson 7, Daniel Mortensen 6/14 fráköst, Valur Orri Valsson 3, Ólafur Ólafsson 2/5 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 20/7 fráköst, Joshua Jefferson 14/5 fráköst, Kristinn Pálsson 12/9 fráköst, Frank Aron Booker 8, Kristófer Acox 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 6/7 fráköst, Ástþór Atli Svalason 5, Adam Ramstedt 4/6 fráköst, Oliver Thor Collington 0, Björn Kristjánsson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Símon Tómasson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson
Áhorfendur: 1150