Bygg
Bygg

Íþróttir

Króati í framlínu Keflavíkur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 10:59

Króati í framlínu Keflavíkur

Keflvíkingar hafa fengið Króatann Marin Mudražija um að leika með liðinu á komandi tímabili í Lengjudeildinni. Marin er 29 ára framherji og hefur leikið lengst af í heimalandi sínu. 

Hann kemur til Keflavíkur frá Feronikeli í Kósovó en hann hefur undanfarin ár verið hjá liðum í Króatíu, Indlandi, Singapúr og Rúmeníu.

Keflavík var í toppbarátunni í Lengjudeildinni í fyrra og einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur segir markmið tímabilsins skýr. „Við stefnum að því aðvinna Lengjudeildina og komast upp í efstu deild.“

Þrjú Suðurnesjalið eru í Lengjudeildinni en auk Keflavíkur eru Njarðvík og Grindavík á sama stað. Deildin hefst 2. maí nk. Keflavík á útileik en Grindavík og Njarðvík heimaleiki.

Lengjudeildin.