Sérsveitin kölluð til þegar almannavarnarástand ríkir
Í síðasta eldgosi, þriðjudaginn 1. apríl, vakti jafnvel enn meiri athygli, þegar sérsveitin hafði afskipti af manni sem var með byssu. Ekki verður fjallað nánar um það mál hér en margir furðuðu sig á því að sérsveitarlögreglumenn hefðu verið í Grindavík á þessum tímapunkti. Eru sérsveitarmenn alltaf í Grindavík, á sólarhringsvöktum? Eða hvernig er þessum málum háttað?
Runólfur Þórhallsson er yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.
„Nei, sérsveitarlögreglumenn eru bara kallaðir út þegar neyðarstigi almannavarna er lýst yfir. Það er hluti af verklaginu að styðja við löggæslu í því umdæmi þar sem slíkt ástand ríkir. Það er ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra viðkomandi svæðis sem ákvarðar almannavarnarstig eins og ríkti í Grindavík og nágrenni á þriðjudaginn og þá eru sérsveitarlögreglumenn kallaðir út samkvæmt verklagi. Þeir eru kallaðir til aðstoðar vegna þeirra atvika sem upp geta komið. Margir halda kannski að þeir séu bara sérsveitarlögreglumenn vegna vopnaburðar og slíks en þeir eru þjálfaðir í að bregðast við alls kyns aðstæðum, t.d. þegar svona hættuástand ríkir eins og ríkti á þriðjudag í Grindavík,“ sagði Runólfur.