Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Áframhaldandi uppbygging leikskólanna
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 14:58

Áframhaldandi uppbygging leikskólanna

Víkurfréttir lögðu tvær spurningar fyrir oddvita framboða í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningnar 14. maí.

Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? 

Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Efla markaðssetningu bæjarins fyrir fyrirtæki sem vilja vera í nálægð við alþjóðaflugvöll, höfn og höfuðborgarsvæði. Auka áherslu á menningartengda ferðaþjónustu og undirbúa byggingu menningarhúss sem myndi hýsa m.a. bókasafn. 

Áframhaldandi uppbygging leikskólanna. Munum tryggja að leikskólarnir tveir sem eiga að rísa á næsta ári geri það. Einnig viljum við halda áfram að bæta starfsaðstæður í skólunum okkar og styðja vel við þá sem vilja mennta sig í leikskólakennarafræðum og kennslufræðum. 

Virkni og vellíðan allra í okkar fjölbreytta samfélagi. Við viljum gera frístundastefnu fyrir alla aldurshópa, bjóða upp á hvatagreiðslur til heilsueflingar fyrir eldri borgara, skima fyrir þunglyndi og kvíða í grunnskólunum og styrkja innviði íþróttahreyfingarinnar.

Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? 

Leikskólamálin, skipulagsmál og nærumhverfið og heilsuefling allra aldurshópa.