Samkaup
Samkaup

Fréttir

Akurskóli fjarlægir kynjamerkingar
Þriðjudagur 26. janúar 2016 kl. 13:06

Akurskóli fjarlægir kynjamerkingar

Akurskóli í Reykajnesbæ hefur ákveðið að fjarlægja merkingar um kyn á salernum í skólanum. Tilgangurinn er að skólinn verði ekki lengur kynjaskiptur. í viðtali við vefsíðuna gayiceland.is segir Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla að nú þegar séu nemendur við skólann sem eru annað hvort transfólk eða af óræðu kyni, þannig að tilvalið sé að stíga þetta skref núna.

„Það er ekki undir skólanum komið að neyða þau í einhvern fyrirfram ákveðið form,“ segir Sigurbjörg í viðtalinu. Nú geta nemendur einfaldlega valið um hvaða salerni skólans þau nota. Þetta er ekki eina breytingin sem skólinn hefur gert. Skólinn setur ekki sérstakar reglur um það hvernig nemendur klæðast í sundi.

„Við sjáum ekkert að því að stelpur mæti í sundskýlum í sund ef þær vilja, eða að strákar mæti í sundbolum. Börnin geta einfaldlega valið,“ segir Sigurbjörg í viðtalinu sem lesa má á ensku hér.