Fréttir

Brunnið skipsflak verði fjarlægt fyrir veturinn
Þristur brennur í Sandgerðishöfn. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 6. september 2023 kl. 11:33

Brunnið skipsflak verði fjarlægt fyrir veturinn

Hafnarráð Suðurnesjabæjar lýsir áhyggjum af því hve dregist hefur að fjarlægja mb. Þrist úr höfninni í Sandgerði, en skipið brann í lok apríl sl. Þetta kemur fram í afgreiðslu ráðsins á fundi þess 31. ágúst sl.

Hafnarráð óskar eftir því að hafnarstjóri og verkefnastjóri fylgi eftir við eigendur skipsins að það verði fjarlægt úr höfninni sem allra fyrst fyrir komandi vetur.