Grindavíkurbæ boðinn togari til kaups
Útgerðarfélagið Ganti ehf. hefur gert kaupsamning um fiskiskipið Sturlu GK 12 ásamt veiðarfærum og aflahlutdeildum í fisktegundum sem gáfu samtals 25,2 tonna þorskígilda aflamark.
Grindavíkurbæ er boðinn forkaupsréttur samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.