Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Fréttir

Fækkar í öllum sveitarfélögum nema Suðurnesjabæ
Föstudagur 10. janúar 2025 kl. 06:09

Fækkar í öllum sveitarfélögum nema Suðurnesjabæ

Fækkun er í öllum sveitarfélögum Suðurnesja milli mánaða nema Suðurnesjabæ. Íbúum Grindavíkur fækkar hlutfallslega mest. Fækkunin er upp á 56 einstaklinga eða 4% íbúa frá 1. desember 2024 til 1. janúar 2025. Á sama tímabili fækkar íbúum Reykjanesbæjar um 60 manns eða 0,4% og í Sveitarfélaginu Vogum fækkaði um einn einstakling á tímabilinu eða 0,1%. Fjölgun varð í Suðurnesjabæ um 16 manns á þessum mánuði. Samtals er fækkun á Suðurnesjum um 101 manns á tímabilinu.

Íbúar Suðurnesja eru í dag 31.631 talsins samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Það er 982 færra en fyrir ári síðan en 1. desember 2023 voru Suðurnesjamenn 32.613.

Ef skoðaður er íbúafjöldi eftir sveitarfélögum þá eru íbúar Reykjanesbæjar 24.253 talsins. Í Suðurnesjabæ búa 4.234, í Sveitarfélaginu Vogum eru 1.792 og Grindavík er með 1.352 skráða íbúa.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Frá því náttúruhamfarir urðu í Grindavík hefur íbúum með lögheimili þar fækkað um 2.368 manns.