Fréttir

Frá neyðaraðgerðum til lengri tíma aðgerða
Ljósmynd/Kristinn Magnússon/Morgunblaðið
Laugardagur 18. nóvember 2023 kl. 14:05

Frá neyðaraðgerðum til lengri tíma aðgerða

„Nú erum við að færa okkur frá neyðaraðgerðum til lengri tíma aðgerða. Áfram er í gildi neyðarstig almannavarna í Grindavík,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, á upplýsingafundi eftir hádegið í dag.

„Við heyrum hátt og skírt hvað Grindvíkingar hafa verið að segja síðustu daga og erum að bregðast strax við því, m.a. með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast til Grindavíkur,“ sagði Víðir og bað Grindvíkinga að nota nýtt skráningarform sem sett hefur verið upp á island.is. Hann sagði jafnframt að ekki verið hringt í fólk eins og síðustu daga. Nú er aðeins verið að vinna í því að fólk geti sótt helstu nauðsynjar og áfram er mjög stuttur tími til að athafna sig inni á svokölluðu rauðu svæði, þar sem áhættan er mest.