Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Gosið á lokastigi ef ekki lokið
Frá vettvangi í Svartsengi seint í gærkvöldi. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2024 kl. 12:40

Gosið á lokastigi ef ekki lokið

Lítil sem engin virkni hefur sést í gígnum við Sundhnúk frá því um kl. 4:00 í nótt. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir á síðu Rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands að líklegt er að gosið sé á lokastigi ef ekki lokið.

Sé gosinu lokið auðveldar það mönnum vinnu við varnargarða í Svartsengi sem hraun tók að renna yfir í gærkvöldi. Hraun rennur enn yfir garðinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Landris er undir Svartsengi. Frá síðustu goslokum liðu tuttugu sólarhringar þar til gaus að nýju, en þá hafði staðið yfir landris samhliða gosinu í meira en mánuð.