Fréttir

Lokunarpósar verði aflagðir í núverandi mynd
Fimmtudagur 5. september 2024 kl. 12:27

Lokunarpósar verði aflagðir í núverandi mynd

Bæjarráð Grindavíkur leggur áherslu á að bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi og lokunarpóstar aflagðir í núverandi mynd. Umræða um lokunarpóstana var á dagskrá fundar bæjarráðs í gær.

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, ráðgjafi, Árni Þór Sigurðsson frá Grindavíkurnefndinni, Gylfi Þór Þorsteinsson frá Grindavíkurnefndinni, fráfarandi sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Teams, hafnarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar.