Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Ekki merkjanleg meiri umferð til Grindavíkur í morgun
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 21. október 2024 kl. 11:35

Ekki merkjanleg meiri umferð til Grindavíkur í morgun

Grindavík opnaði fyrir almenning kl. 6 í morgun en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, finnst vanta upp á upplýsingagjöf fyrir ferðafólk sem vill koma til Grindavíkur og skoða vegsummerki.

Þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði við varnargarðinn við Svartsengi en lokunarpóstur hafði verið við bílastæðin við Bláa lónið, voru starfsmenn frá Öryggismiðstöðinni sem hafa séð um lokunarpóstana, að koma upp eftirlitsmyndavélum. 

Eins og fram kom í viðtali við Árna Þór Sigurðsson, formann Grindavíkurnefndarinnar í síðustu viku, mun starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar áfram sinna eftirliti á lokunarpóstum en mun einnig vera við eftirlit í Grindavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ekki var hægt að merkja meiri umferð þennan mánudagsmorguninn þrátt fyrir að Grindavík sé opið fyrir almenning, alltaf er talsverður fjöldi bíla sem kemur til Grindavíkur alla morgna, fólk sem er að vinna í Grindavík.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvort fólk muni streyma til Grindavíkur eftir þessa opnun.