Samkaup
Samkaup

Fréttir

Sextán íbúðir auk verslunar og þjónustu á Hafnargötu 44 og 46
Hér er mynd úr tillögunni fyrir Hafnargötu 44 og 46.
Fimmtudagur 2. janúar 2025 kl. 06:12

Sextán íbúðir auk verslunar og þjónustu á Hafnargötu 44 og 46

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46 í Keflavík hefur verið lögð fyri umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar. Það er Tækniþjónusta SÁ leggur fram tillöguna fyrir hönd Faxafells ehf.

Um er að ræða lóð á horni Hafnargötu og Skólavegar. Á lóðinni verði verslun og þjónusta á hluta jarðhæðar en sextán íbúðir á efri hæðum. Hámarkshæð byggingar verði fjórar hæðir.

Umhverfis- og skipulagsráð veitti á síðasta fundi sínum heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.