Samkaup
Samkaup

Fréttir

Níu konum þakkaður langur starfsferill í Suðurnesjabæ
Hópurinn ásamt fulltrúum Suðurnesjabæjar. Mynd af vef Suðurnesjabæjar
Þriðjudagur 31. desember 2024 kl. 06:54

Níu konum þakkaður langur starfsferill í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar bauð á dögunum til móttöku til heiðurs starfsfólki sem hefur látið af störfum vegna aldurs, eftir langan starfsferil hjá Suðurnesjabæ, áður Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ.

Að þessu sinni var um að ræða níu starfsmenn sem höfðu starfað hjá sveitarfélaginu um áraraðir. Bæjarstjórn þakkaði þeim ánægjulegt samstarf ásamt því að þakka þeim fyrir störf í þágu samfélagsins. Að þessu sinni voru eingöngu um að ræða konur og voru þeim færðar gjafir ásamt blómvöndum. Gjafirnar voru listaverk eftir Gyrði Elíasson, sem hafa skírskotun til eldgosanna sem hafa ítrekað komið upp á Reykjanesi að undanförnu.

Eftirtöldum var þakkað fyrir áralangt starf hjá sveitarfélaginu:

  • Anna Marta Valtýsdóttir, stjórnsýslu- og fjármálasviði, áður hjá Sandgerðisbæ.
  • Elísabet Guðrún Þórarinsdóttir, stjórnsýslu- og fjármálasviði, áður hjá Sandgerðisbæ.
  • Eygló Antonsdóttir, stjórnsýslu- og fjármálasviði, áður hjá Sandgerðisbæ.
  • Jenný Kamilla Harðardóttir, stjórnsýslu- og fjármálasviði, áður hjá Sveitarfélaginu Garði.
  • Ester Grétarsdóttir, Sandgerðisskóla,
  • Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir, Sandgerðisskóla.
  • Jóna Karen Pétursdóttir, Gerðaskóla.
  • Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gerðaskóla.
  • Guðlaug Friðriksdóttir, Íþróttamiðstöðinni Sandgerði.