Segir slökkviliðssögur á Sagnastund á Garðskaga
Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 4. janúar 2025 kl. 15:00. Slökkviliðsmaður í 50 ár. Sagt frá sögu Brunavarna á Suðurnesjum og eftirminnilegum atburðum. Jón Guðlaugsson starfaði hjá Brunavörnum Suðurnesja í hálfa öld, þar af slökkvistjóri í sautján ár.
Jón kemur á sagnastund og gefur okkur innsýn í sögu slökkviliðsins, búnað þess og segir frá mögnuðum viðburðum sem slökkvimenn glímdu við. Hann sýnir myndefni og segir sögur. Slökkviliðið varð 111 ára 15. apríl sl.
Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið opið.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.