Samkaup
Samkaup

Fréttir

Jóhann Friðrik í þriðja og Fida Abu í fjórða sæti hjá Framsókn
Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar.
Mánudagur 28. október 2024 kl. 11:02

Jóhann Friðrik í þriðja og Fida Abu í fjórða sæti hjá Framsókn

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi (KSFS) hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Listinn samanstendur af reynslumiklu fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp Framsóknarfólks verulega um land allt.

Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar.
Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, fjármála- og innviðaráðherra.
Í þriðja sæti er Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður.
Í fjórða sæti er Fida Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur.
Í fimmta sæti er Sigurður E. Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á fundinum sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, meðal annars:

„Ég er stoltur yfir sterkum lista Suðurkjördæmis með öflugu fólki sem er fjölbreyttur með sterkri liðsheild og var samþykktur á kjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi. Framsókn er tilbúin til að takast á við áskoranir og halda áfram að vinna að lausnum sem bæta samfélagið. Hlakka til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknar í kjördæminu, sagði í ræðu sinni meðal annars:

„Ég tek við fyrsta sæti í Suðurkjördæmi full af auðmýkt og þakklæti. Hér í dag samþykktum við frábæran framboðslista af fólki sem er tilbúið að vinna af krafti fyrir samfélagið og ég hlakka til að starfa með ásamt öflugu fólki um allt land. Við verðum að passa uppá auðlindir okkar, eignarhald þeirra og ábyrga nýtingu fyrir samfélög um allt land. Það er mitt stóra erindi í pólitík. Hjartað slær sömuleiðis ört fyrir landbúnað með nýsköpun og samvinnu að leiðarljósi. Einnig vil ég leggja áherslu á húsnæðismál og geðheilbrigði ungs fólks. Það þurfa allir að fá tækifæri til að finna sinn farveg óháð bakgrunni, þannig verðum við sterkari sem heild.

Framsókn sem er í mínum huga holdgervingur hins dugmikla Íslendings, rödd skynsemi og seiglu á miðjunni sem hefur sýnt að getur unnið þvert á hagsmuni og pólitík. Það er akkúrat það sem við þurfum til sóknar og sátta í heimi þar sem átök og öfgar í umræðu eru sífellt algengari,“ segir Halla Hrund Logadóttir.

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi í heild sinni:

1. Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri Reykjavík
2. Sigurður Ingi Jóhannsson Fjármála- og Innviðaráðherra Hrunamannahreppur
3. Jóhann Friðrik Friðriksson Alþingismaður og lýðheilsufræðingur Reykjanesbær
4. Fida Abo Libdeh Orku- og umhverfistæknifræðingur og frumkvöðull Reykjanesbær
5. Sigurður E. Sigurjónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Kirkjubæjarklaustur
6. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Formaður Bæjarráðs & varaþingmaður Reykjanesbær
7. Lilja Einarsdóttir Hjúkrunarforstjóri Rangárþing eystra
8. Geir Jón Þórisson Fyrrverandi yfirlögregluþjónn Vestmannaeyjar
9. Vilhjálmur R. Kristjánsson Þjónustustjóri Grindavík
10. Iða Marsibil Jónsóttir Sveitarstjóri og varaþingmaður Grímsnes og Grafningshreppur
11. Margrét Ingólfsdóttir Kennari Sveitarfélagið Hornafjörður
12. Anton Kristinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Suðurnesjabær
13. Ellý Tómasdóttir Forvarna- og bæjarfulltrúi, Árborg
14. Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri Vík í Mýrdal
15. Ingibjörg Ingvadóttir Lögmaður og háskólakennari Þorlákshöfn
16. Hafdís Ásgeirsdóttir Deildarstjóri á leikskóla Rangárþingi ytra
17. Jón K. Bragason Sigfússon Matreiðslumeistari Bláskógabyggð
18. Drífa Sigfúsdóttir Heldri borgari Reykjanesbæ
19. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson Sviðsstjóri Kömbum Rangárþingi ytra
20. Silja Dögg Gunnarsdóttir Viðskiptastjóri og fyrrv. Alþingismaður Reykjanesbær