Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Fréttir

Kona stöðvuð með stera í flugstöðinni
Miðvikudagur 18. september 2019 kl. 09:30

Kona stöðvuð með stera í flugstöðinni

Erlend kona var stöðvuð af tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Hún reyndist vera með umtalsvert magn af sterum meðferðis og handtók lögreglan á Suðurnesjum hana og færði á lögreglustöð.  Í ferðatösku sinni var hún með þrjá vel innpakkaða leikfangakassa og voru þeir fullir af töflum og ampúlum. Konan gekkst við því að um væri að ræða stera. Hún sætir nú tilkynningaskyldu meðan hún dvelur hér á landi.

Lenda þurfti flugvél frá United Airlines á Keflavíkurflugvelli fyrir helgina vegna veikinda farþega um borð. Vélin var á leið frá Newark í Bandaríkjunum til Peking í Kína.  Farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25