Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Krossinn lifir góðu lífi í Skagafirði
    Svona er ástandið á „Krossinum“ þar sem hann stendur í Brautartungu. Myndina tók Sigurður Sigurðarson.
  • Krossinn lifir góðu lífi í Skagafirði
Sunnudagur 21. desember 2014 kl. 14:35

Krossinn lifir góðu lífi í Skagafirði

Njarðvíkingar hafa uppi hugmyndir um það að efna til hópferðar að Brautartungu í Lýtingstaðahreppi í Skagafirði. Ástæðan er að þar lifir samkomuhúsið Krossinn góðu lífi. Á samfélagssíðunni Njarðvík og Njarðvíkingar á fésbókinni eru birtar myndir af þessu víðfræga samkomuhúsi úr Njarðvík sem nú þjónar hlutverki útihúss.

Guðmundur Steindórsson setti sig í samband við föðurbróður sinn í Skagafirði, Sigurð Sigurðsson, eftir að hafa lesið í afmælisriti UMFN um afdrif Krossins. Hann var rifinn 1980 og seldur í Skagafjörð. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Steindórssonar var Krossinn reistur aftur í Brautartungu í Lýtingstaðahreppi og nýttur þar sem útihús. Á myndunum úr Skagafirði má sjá helming þess húss sem áður hýsti Krossinn.

Nú er það spurning hvort ráðist verði í verkefnið „Krossinn heim!“ eins og lagt hefur verið til í athugasemdum við myndirnar á fésbókinni.






Svona var innandyra í Krossinum. Myndina birti Friðrik Friðriksson á fésbókinni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024