Fréttir

Leggja landeigendum ramma að uppbyggingu
Bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar í Garði.
Föstudagur 2. ágúst 2024 kl. 06:05

Leggja landeigendum ramma að uppbyggingu

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur aftur hafnað tillögu landeigenda Bræðraborgarlands í Garði um þéttingu íbúðabyggðar. Ný tillaga landeigenda hefur verið lögð fram í framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þéttingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 6. febrúar 2024 og á fundi ráðsins 29. mars 2023.

Í afgreiðslu framkvæmda- og skipulagsráðs segir að tillaga landeigenda hefur ekki tekið þeim breytingum sem óskað var eftir og tillögu því hafnað. Skipulagsfulltrúa falið að leggja landeigendum ramma að uppbyggingu og fjölda íbúða í samræmi við fyrri umræður ráðsins.