Meira samráð við starfsmenn og kjörna fulltrúa
Í fjárhagsáætlunargerð Suðurnesjabæjar leggur ungmennaráð bæjarins áherslu á að fá að hafa skoðanir á málefnum sem snúa að börnum og ungmennum í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í síðustu fundargerð ráðsins frá fundi þess 4. október sl.
Ráðið vill eiga meira samráð við starfsmenn og kjörna fulltrúa í áætlunargerðinni þannig að þeirra rödd hafi vægi og áhrif eins kemur fram í erindisbréfi þess.
Ungmennaráð vill að erindisbréf ráðsins verði endurskoðað og leggur áherslu á að fá að vera áheyrnarfulltrúar í fastanefndum í Suðurnesjabæ ásamt öðrum breytingum. Í núverandi erindisbréfi finnst ráðinu þau ekki hafa tækifæri til að koma sjónarmiðum barna og ungmenna í Suðurnesjabæ á framfæri. Í fundargerð frá síðasta fundi ráðsins segir að íþrótta- og tómstundafulltrúi mun vinna nýtt bréf og leggja fyrir tillögu að erindisbréfi við ungmennaráð og íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar.