Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnuð
Föstudagur 25. október 2024 kl. 06:15

Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnuð

Suðurhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum, opnaði í byrjun vikunnar. Miðstöðin er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), lögreglustjórans á Suðurnesjum, Kvennaráðgjafarinnar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og WOMEN á Íslandi. Hjá Suðurhlíð verður boðið upp á áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, átján ára og eldri. Lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnana og samtaka sem koma að vinnu með þolendum á Suðurnesjum. Þjónustunotendum Suðurhlíðar er mætt með hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu.

Suðurhlíð er systurmiðstöð Bjarkarhlíðar í Reykjavík, Bjarmahlíðar á Akureyri og Sigurhæða á Selfossi sem bjóða upp á sambærilega þjónustu.

Suðurhlíð er afurð verkefnisins Öruggari Suðurnes sem varð formlega til í nóvember 2023 þegar eftirtaldir aðilar undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um  svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á svæðinu; Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Vogar, Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS), HSS, Heilsugæslan Höfða, Keilir, lögreglustjórinn á Suðurnesjum,  Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, og sýslumaðurinn á Suðurnesjum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Opnunarhátíð Suðurhlíðar var haldin fimmtudaginn 17. október sl. á Marriott.