Safnahelgi
Safnahelgi

Fréttir

Suðurnesjabær taki virkan þátt  í orkuskiptum
Laugardagur 26. október 2024 kl. 06:02

Suðurnesjabær taki virkan þátt í orkuskiptum

B-listi Framsóknarflokks í Suðurnesjabæ vill leggja áherslu á mikilvægi þess að Suðurnesjabær taki virkan þátt í orkuskiptum og styðji við aukna notkun rafbíla með því að bæta aðgengi að rafhleðslustöðvum í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun listans á síðasta fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar.

„Það er nauðsynlegt að bregðast við vaxandi eftirspurn eftir rafhleðsluinnviðum til að auðvelda íbúum og gestum að velja umhverfisvænar lausnir. Með því að fjölga rafhleðslustöðvum, vinna með sérfræðingum og taka afstöðu til rekstrar- og kostnaðarmála, getum við stuðlað að sjálfbærni og stuðlað að betra umhverfi til framtíðar,“ segir jafnframt í bókuninni.

Afgreiðsla framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar er að ráðið samþykkir að hafin verði vinna samkvæmt tillögum sem fram koma í minnisblaði deildarstjóra umhverfismála ásamt að hugað verði að þessum þáttum í fjárhagsáætlun á næstu árum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn